Hafþór Jón Sjósundskóngur 2016
21.07.2016
Í gærkvöldi lauk Opna Íslandsmótinu í Víðavatnssundi í blíðviðri í Nauthólsvík. Mótið er samstarfsverkefni Hins íslenska Kaldavatnsvélags og Sundsambands Íslands.
42 keppendur skráðu sig til leiks og syntu ýmist 1 km, 3 km eða 5 km. Vegalengdum var svo skipt upp eftir kynjum, aldursflokkum og hvort sundmenn syntu í galla eða ekki.
Sérstök verðlaun eru veitt þeim karli og þeirri konu sem synda 3 km á bestum tíma, án galla, óháð aldursflokki. Fór svo að Hafþór Jón Sigurðsson úr Sundfélagi Hafnarfjarðar sigraði þar með yfirburðum en hann synti á 36 mínútum og 30 sekúndum og var krýndur Sjósundskóngur Íslands árið 2016.
Engin kona var skráð til keppni í 3 km án galla.