Anton Sveinn úr S.f Ægi hefur hafið keppni á Ólympíuleikunum í Ríó.
06.08.2016
Til bakaAnton Sveinn Mckee sundmaður úr sundfélaginu Ægi í Reykjavík hóf nú fyrstur Íslendinga keppni á Ólympíuleikunum í Ríó. Hann synti nú rétt í þessu 100m bringusund á tímanum 1.01.84.
Anton Sveinn náði ekki inn í undanúrslit endaði í 35 sæti af 46 keppendum.
Til að komast í undanúrslit þurfti að synda á tímanum 1.00.13
Íslandsmet hans í greininni er 1.00.53 sem hann setti í Kazan í ágúst 2015.
Anton Sveinn syndir 200m bringusund á þriðjudaginn 9.ágúst.