Ólympíuleikarnir í Ríó hafnir
06.08.2016Þá er komið að stóru stundinni, Ólympíuleikarnir voru settir í gærkvöldi í Ríó í Brasilíu.
Eins og áður hefur komið fram þá eru það sundfólkið Anton Sveinn Mckee, Eygló Ósk Gústafsdóttir og Hrafnhildur Lúthersdóttir sem keppa fyrir hönd Íslands í sundi. Þau eru hér á mynd ásamt öðrum íslenskum keppendum í Ríó.
Með þeim eru Jacky Pellerin landsliðsþjálfari, Unnur Sædís Jónsdóttir sjúkraþjálfari, Magnús Tryggvason flokkstjóri og Klaus Jurgen Ohk aðstoðarþjálfari.
Anton Sveinn stingur sér til sunds fyrstur keppenda á morgun laugardag í undanrásum í 100m bringusundi og hefst útsending á RÚV kl 16.00.
Á sunnudag mun Eygló Ósk keppa í 100m baksundi og Hrafnhildur í 100m bringusundi og RÚV hefur útsendingar alla keppnisdagana kl 16.00 og kl 01.00 eftir miðnætti þegar undanúrslit og úrslit hefjast. Á seinni myndinni sjást útsendingartímar hjá RÚV.
Það er skemmtileg og spennandi vika framundan í sundheiminum sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara.
Við hjá SSÍ segjum Áfram Ísland og góða skemmtun !
Eins og áður hefur komið fram þá eru það sundfólkið Anton Sveinn Mckee, Eygló Ósk Gústafsdóttir og Hrafnhildur Lúthersdóttir sem keppa fyrir hönd Íslands í sundi. Þau eru hér á mynd ásamt öðrum íslenskum keppendum í Ríó.
Með þeim eru Jacky Pellerin landsliðsþjálfari, Unnur Sædís Jónsdóttir sjúkraþjálfari, Magnús Tryggvason flokkstjóri og Klaus Jurgen Ohk aðstoðarþjálfari.
Anton Sveinn stingur sér til sunds fyrstur keppenda á morgun laugardag í undanrásum í 100m bringusundi og hefst útsending á RÚV kl 16.00.
Á sunnudag mun Eygló Ósk keppa í 100m baksundi og Hrafnhildur í 100m bringusundi og RÚV hefur útsendingar alla keppnisdagana kl 16.00 og kl 01.00 eftir miðnætti þegar undanúrslit og úrslit hefjast. Á seinni myndinni sjást útsendingartímar hjá RÚV.
Það er skemmtileg og spennandi vika framundan í sundheiminum sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara.
Við hjá SSÍ segjum Áfram Ísland og góða skemmtun !