Glæsilegur árangur hjá Eygló Ósk og Hrafnhildi í dag í RÍÓ
Sundveislan heldur áfram í RÍÓ.
Sundkonurnar Eygló Ósk úr S.f Ægi og Hrafnhildur Lúthersdóttir úr SH skrifuðu sig enn og aftur inn í sögubækurnar með frábærum árangri í sundkeppni Ólympíuleikana í dag.
Eygló Ósk varð númer 16 inn í undanúrslit í 100m baksundi á tímanum 1.00.89,íslandsmet hennar er 1.00.25. Hrafnhildur varð númer 9 inn í undanúrslit í 100m bringusundi á tímanum 1.06.81 en íslandsmet hennar er 1.06.45.
Þetta er besti árangur íslenskra kvenna í sundkeppni til þessa, það verður gaman að fylgjast með þeim í kvöld en RÚV mun sýna frá sundkeppninni í kvöld.
Hrafnhildur syndir kl 01.29 : https://www.rio2016.com/en/swimming-standings-sw-womens-100m-breaststroke
en Eygló kl.02.36 : https://www.rio2016.com/en/swimming-standings-sw-womens-100m-backstroke
Áfram Ísland