Beint á efnisyfirlit síðunnar

Anton Sveinn úr S.f Ægi synti 200m bringusund á ÓL í Ríó rétt í þessu og var 13/100 frá því að komast inn í undanúrslit- Flottur árangur!

09.08.2016

Anton Sveinn var alveg við það að komast inn í undanúrslit í 200m bringusundi á ÓL, en hann synti á tímanum 2.11.39, síðasti tími inn í undanúrslit var 2.11.26. Íslandsmet Antons Sveins er 2.10.21 sett í Kazan í ágúst í fyrra.

Mjög góður  árangur hjá Antoni sem endaði í 18.sæti af 39 keppendum.
Anton Sveinn hefur því lokið keppni á Ólympíuleikunum í RÍÓ

Myndir með frétt

Til baka