Hrafnhildur Lúthersdóttir úr S.f Hafnarfjarðar synti rétt í þessu til úrslita í 100m bringusund á Ólympíuleikunum í Ríó og varð í sjötta sæti - Glæsilegur árangur!
09.08.2016
Hrafnhildur Lúthersdóttir náði frábærum árangri í 100m bringusundi á ÓL í Ríó rétt í þessu og tryggði sér sjötta sætið í greininni. Þetta er langbesti árangur íslenskrar sundkonu á Ólympíuleikum til þessa!
Hrafnhildur synti á tímanum 1.07.18 en íslandsmet hennar er 1.06.45 sett í Kazan í fyrra á HM50.
Hrafnhildur mun synda 200m bringusund á miðvikudaginn og verður gaman að fylgjast með því sundi.