Hrafnhildur Lúthersdóttir úr S.f Hafnarfjarðar synti rétt í þessu 200m bringusund í undanúrslitum á ÓL í Ríó og endaði í 11 sæti- Flottur árangur !
11.08.2016
Til bakaHrafnhildur synti í undanúrslitum rétt í þessu í 200m bringusundi á ÓL á tímanum 2.24.41 og endaði í 11 sæti.
Síðasti tími inn í úrslit var 2.22.87 en íslandsmet Hrafnhildar er 2.22.96 sett á EM50 í london í maí.
Þá hefur Hrafnhildur lokið keppni í Ríó með frábærum árangri en hún er fyrsta íslenska sundkonan sem kemsti úrslit á Ólympíuleikum.