Ríó í dag fimmtudag- sundveislan heldur áfram.
11.08.2016
Þá hafa Anton Sveinn og Hrafnhildur Lúthersdóttir lokið keppni á Ólympíuleikunum í Ríó með glæsilegum árangri sem þau og allir geta verið virkilega stolt af.
Við erum heppin að eiga einn keppenda eftir í sundi á ÓL en það er Eygló Ósk sem mun synda 200m baksund í dag um kl 17:30. Hún syndir í síðasta riðlinum í þeirri grein og það verður gaman að fylgjast með hvort að hún komist í undanúrslit aftur eins og í 100m baksundi.