Beint á efnisyfirlit síðunnar

Nýtt sundár að hefjast !

23.08.2016

Þá er glæsilegum Ólympíuleikum lokið með frábærum árangri okkar sundfólks.  Við erum afar stolt af sundfólkinu og óskum þeim enn og aftur innilega til hamingju með árangurinn.

Í gær hófst nýtt sundár með fyrsta stjórnarfundi. Hjá SSÍ eru allir spenntir að takast á við nýtt sundár enda virkilega skemmtilegt að hefja það eftir svona góðan árangur í sundi á ÓL 2016.

Það var tekin ákvörðun um að halda formanna- og þjálfarafund laugardaginn 10.september n.k og einnig var ákveðið að halda þann dag kynningarfund með þeim krökkum sem tóku þátt í Tokyo 2020 verkefninu á síðasta sundári. 

Við munum senda út nánari upplýsingar von bráðar.  Einnig er verið að leggja lokahönd á lágmörk og viðmið fyrir þetta sundár og verða þau vonandi gefin út í byrjun næstu viku.

Þjálfaranámskeið verður haldið í Reykjavík helgina 23.- 25. september n.k og væntanlega verður annað námskeið haldið á Akureyri helgina 30.- 2.okt.

Allar nánari upplýsingar eru væntanlegar fljótlega.

Endilega takið 10.september frá, við hlökkum til að hitta ykkur kát og hress !

Til baka