Sundkonurnar komnar heim - Anton byrjaður í skólanum
24.08.2016Sundkonurnar Eygló Ósk Gústafsdóttir og Hrafnhildur Lúthersdóttir komu heim seint í kvöld frá Ríó, eftir að hafa gert góða ferð á Ólympíuleikana. Anton Sveinn Mckee sem einnig keppti í sundi á leikunum er þegar kominn til Bandaríkjanna þar sem hann heldur áfram námi sínu samhliða æfingum. Formaður og varaformaður Sundsambandsins tóku á móti sundkonunum við komuna í Leifsstöð og færðu þeim blómvendi, sem örlítinn þakklætisvott fyrir skemmtunina.
Til baka