Beint á efnisyfirlit síðunnar

Haustfundir SSÍ

10.09.2016

Í dag hafa farið fram þrír fundir á vegum SSÍ. Fyrst mætti það sundfólk sem hefur verið 2020 hópnum hjá sambandinu og fengu upplýsingar um hvað kröfur væru gerðar til þeirra í vetur. Þá mættu formenn félaga til fundar og fundurinn notaður annars vegar í umræðu um stefnu SSÍ, þar sem Andri Stefánsson sviðsstjóri Afrekssviðs ÍSÍ opnaði fundinn með umræðu um árangurinn sem hefur náðst, Jacky Pellerin landsliðsþjálfari fjallaði um stefnu og væntingar til 2014 og Hörður J. Oddfríðarson formaður SSÍ fjallaði um aðra hluta stefnunnar.  Þá var tíminn nýttur til að undirbúa sundþing sem verður í mars 2017 og svo rædd ýmis mál sem brunnu á fólki.  

Þriðji fundurinn var svo sameiginlegur fundur formanna og þjálfara þar sem farið var yfir lágmörk og viðmið, þjálfaramenntun, atburðadagatal og mótahald rætt.

Að fundum loknum kemur hópurinn saman og fær sér hressingu áður en haldið er heim á leið.

Myndir með frétt

Til baka