Þjálfaranámskeið 23.-25 september.
Eins og fram hefur komið þá mun SSÍ standa fyrir þjálfaranámskeiði helgina 23.- 25 september n.k.
Vegna sundmóts þessa helgi þá höfum við ákveðið að byrja námskeiðið á föstudeginum 23. september kl 18:00- 21:00
- laugardag 17:00 – 21:00
- sunnudag 12:30 - 18:00 .
Kennslan fer fram í húsi ÍSÍ við Engjaveg í laugardalnum í sal E.
Farið verður yfir sérgreinahluta eitt hjá SSÍ en það þurfa allir þjálfarara að vera búnir með til að geta tekið sérgreina hluta tvö.
Námsefni verður sent til ykkar í tíma fyrir námskeiðið en til að byrja með þá er hægt að skoða þessar upplýsingar á heimasíðu SSÍ : http://www.sundsamband.is/utbreidsla/thjalfaramenntun-ssi/
Það hefur einnig verið ákveðið að halda námskeið á Akureyri helgina 8. – 9. október n.k ef nægileg þátttaka næst.
Námskeiðsgjald er 30.000kr, veittur verður afsláttur ef koma fleiri en tveir frá sama félagi.
Ingi Þór Ágústsson sundþjálfari með meiru mun kenna þessi námskeið.
Vinsamlega sendið mér skráningu með nafni og kennitölu, fyrir mánudaginn 19.september á sundsamband@sundsamband.is
það á líka við um námskeiðið á Akureyri.