Bikarkeppni SSí 2016 í Reykjanesbæ
19.09.2016
Á Formanna- og þjálfarafundi SSÍ 10. september síðastliðinn var ákveðið að Bikarkeppni SSÍ yrði haldin dagana 30. september og 1. október í Vatnaveröld í Reykjanesbæ.
Mótið verður óbreytt frá síðustu árum en keppt hefur verið í tveimur deildum og stigakeppni liða skipt upp milli karla og kvennaliða.
Þau lið sem eiga sæti í 1. deild kvenna eru:
ÍBR
ÍRB
SH
Sundfélag Akraness
UMFB/Vestri
UMSK
Þau lið sem eiga sæti í 1. deild karla eru:
ÍBR
ÍRB
SH
Sundfélag Akraness
UMSK
Ægir
Sem fyrr ræðst keppni í 2. deild af þátttöku annara liða og b-liða.
Bikarsíðan hefur verið uppfærð en þar sem mótið er blaðlaust koma engir keppendalistar þangað inn.
Skráningarfrestur liða til að tilkynna þátttöku er til kvöldsins í kvöld (19. september).