Beint á efnisyfirlit síðunnar

Bikar 2016 - Uppfærð tímaáætlun

26.09.2016

Bikarkeppni SSÍ fer fram í Reykjanesbæ nú um helgina, í samvinnu við Íþróttabandalag Reykjanesbæjar. Örlitlar breytingar hafa orðið á tímaáætlun mótsins þar sem að ákveðið hefur verið að sameina 1. deild og 2. deild í keyrslu. Þetta þýðir að þó deildirnar syndi saman í mótshlutum munu þær enn vera sitthvor stigakeppnin. 

Bikarsíðan hefur verið uppfærð og má þar sjá greinaröðun og nýja tímaáætlun. Greinar merktar 101 og uppúr eru greinar 2. deildar.

Sundfélag Hafnarfjarðar er ríkjandi Bikarmeistari í bæði karla- og kvennaflokki og verður gífurlega spennandi að sjá hvort þau nái að verja titlana.

Mótið hefst á föstudegi kl. 18 en lýkur á laugardagskvöldi. Synt er á 6 brautum í 25m laug. 

Til baka