Hrafnhildur syndir á World Cup í Singapore
21.10.2016
Til bakaHrafnhildur Lútherdóttir úr SH er þessa stundina stödd í Singapore að synda á Heimsbikarnum í sundi.
Fyrsta sundið hennar var í morgun þegar hún synti 100m bringusund á tímanum 1.06,81 og kom sjötta í mark. Tíminn er um sekúndu frá hennar besta en þjálfari hennar, Klaus Juergen-Ohk, er með henni á mótinu og segist ánægður með tímann.
Margir keppinautar Hrafnhildar frá Ólympiuleikunum í Ríó í ágúst synda einnig á mótinu en hún syndir í úrslitum í greininni á morgun.