ÍM25 2016 í Ásvallalaug
Dagana 18-20. nóvember nk fer fram Íslandsmeistaramótið í 25 laug í Ásvallalaug í Hafnarfirði í samstarfi við Sundfélag Hafnarfjarðar.
Mótið er í 6 hlutum þar sem undanrásir eru syntar að morgni og úrslit að kvöldi. Þá heldur Íþróttasamband Fatlaðra sitt Íslandsmeistaramót á milli mótshluta laugardag og sunnudag.
Skráning starfsmanna er nú í fullum gangi og gengur þokkalega. En til að halda stórt Íslandsmót þarf margar hendur og því nauðsynlegt að fá fleiri til starfa en hafa þegar skráð sig.
Þær stöður sem enn á eftir að manna eru dómarastöður, þulur, riðlastjórar, hlauparar, tæknibúr (á Splash), læknir/hjúkrunarfræðingur og ljósmyndari.
Mótshlutar eru stuttir en þeir eru um 1,5-2 tímar hver.
Starfsmannaskrá ÍM25 15nov kl15.pdf
Dómarar senda skráningu á skraningssimot@gmail.com
Starfsmenn í önnur störf senda skráningu á emil@iceswim.is
Heimasíða mótsins: www.sundsamband.is/sundithrottir/sundmot/im-25
Heimasíða SH: www.sh.is