Stúlknamet SH á ÍM25
20.11.2016
Til bakaÍ gær láðist að nefna það að sveit SH í 4x100m fjórsundi kvenna hafi slegið aldursflokkamet í úrslitahlutanum.
Sveitin setti stúlknamet í greininni er þær lentu í öðru sæti á tímanum 4:24,35 og bættu eldra met ÍRB um 43/100 úr sekúndu. Sveitina skipuðu þær Katarina Róbertsdóttir, María Fanney Kristjánsdóttir, Sunna Svanlaug Vilhjálmsdóttir og Jóhanna Elín Guðmundsdóttir.