Beint á efnisyfirlit síðunnar

Forseti Ungverska sundsambandsins og einn af máttarstólpum sundlífs í Evrópu segir af sér

30.11.2016

Katinka Hosszu og liðsfélagar hennar hafa átt í deilum við sambandið undanfarin misseri og fyrr í þessum mánuði kröfðust þau algerrar uppstokkunnar á starfi og fjárreiðum ungverska sundsambandins.  Katinka hefur sakað Tamas um að reka sambandið eins og einræðisherra og á mjög ógagnsæan hátt.  Þessu neitar Tamas alfarið en Katinka og liðsfélagar hennar hótuðu að skemma fyrir umsókn Búdapest um að halda Ólympíuleikana 2024, nema orðið yrði við kröfum þeirra.  Tamas Gyarfas svaraði með því að segja af sér og lýsti því um leið yfir að þannig gæti hann gert mest gagn að sinni.

Tamas varð formaður Ungverska sundsambandsins árið 1993 og á starfstíma hans hefur Ungverjaland verið gestgjafi fimm Evrpópumeistaramóta og heimsmeistaramótið í sundíþróttum 2017 verður einnig haldið í Búdapest.

En Tamas hefur ekki bara verið forseti heimavið, hann er einnig gjaldkeri LEN, Evrópska sundsambandsins og einn af varaforsetum FINA, Alþjóðasundsambandsins.  Þá hefur hann verið höfuð undirbúningsins fyrir heimsmeistaramótið í sundíþróttum sem haldið verður í Búdapest í júlí og ágúst á næsta ári og einnig hefur hann ritstýrt og séð um útgáfu á LEN Magazine og FINA Aquatics World Magazine.  Á þessari stundu er ekki vitað hvort afsögn hans sem forseti Ungverska sundsambandsins mun hafa áhrif á störf hans fyrir evrópsku eða alþjóðasundhreyfinguna.

 

Byggt á grein í Indian Express Sports

Til baka