Hrafnhildur 13. á nýju Íslandsmeti
07.12.2016
Hrafnhildur Lúthersdóttir var að ljúka sundi í undanúrslitum í 50 metra bringusundi. Hún lenti í 13. sæti á nýju Íslandsmeti 0:30,47. sem er bæting um 20/100 frá í morgun. Til þess að komast í úrslitariðilinn þurfti að synda á betri tíma en norska stúlkan Susann Bjornsen en hún synti á 0:30,33.