Drengjamet hjá Viktori og brons hjá Sunnevu
10.12.2016Nýtt drengjamet hjá Viktori sem bætti tímann sinn í 200m skriðsundi frá því í gær um sekúndu. Viktor synti fyrsta sprett í boðsundi og fór 200m skriðsund á 1.56,94. Sunneva Dögg með brons í 400m fjórsundi og góða bætingu; 4.53,78 í flokki fullorðinna. Eydís Ósk synti nokkuð frá sínum besta tíma og varð áttunda í flokki ungmenna. Inga Elín og Ágúst syntu bæði á sínum öðrum besta tíma. Inga var fjórða á 1.02,34, Ágúst var sjötti á 54,81 í 100m flugsundi
Í boðsundum var stúlkusveitin í 6. sæti 8.40,61, kvennasveit varð í 5. sæti á 8.28,41 og piltasveitin var í 6. sæti á 8.00,34.
Í boðsundum var stúlkusveitin í 6. sæti 8.40,61, kvennasveit varð í 5. sæti á 8.28,41 og piltasveitin var í 6. sæti á 8.00,34.