Beint á efnisyfirlit síðunnar

Hrafnhildur setti Íslandsmet

10.12.2016

Hrafnhildur Lúthersdóttir úr SH setti í morgun Íslandsmet í 100 metra bringusundi þegar hún synti á 1:06,06.  Hér í milliriðlunum setti hún nýtt met 1:05,67, náði 14. sæti sem dugar henni því miður ekki inn í úrslitariðilinn.  Síðasti tími inn í úrslitin var 1:05,20.

Á morgun er dagskráin þannig að karlasveitin okkar syndir 4x50 metra fjórsund, Jóhanna Gerða Gústafsdóttir Ægi syndir 200 metra fjórsund, Bryndís Rún Hansen Óðni fer 100 metra flugsund, Aron Örn Stefánsson SH syndir 100 metra skriðsund, þá er komið aftur að Bryndísi Rún sem syndir 50 metra skriðsund og að lokum syndir Viktor Máni Vilbergsson SH 50 metra bringusund.

Á sunnudag er það Kristinn Þórarinsson Fjölni sem syndir 200 metra baksund, karlasveitin syndir 4x100 metra fjórsund og kvennasveitin okkar syndir 4x100 metra fjórsund.

Sundfólkið er á ferðinni heim á mánudaginn og aðfaranótt þriðjudags og kemur heim snemma á þriðjudagsmorgun, nema Bryndís Rún Hansen fer aftur í skólann sinn á Hawai.

Myndir með frétt

Til baka