Íslandsmet hjá Bryndísi og boðsundssveitinni.
Karlasveitin okkar hóf fimmta keppnisdaginn hér í Windsor með því að synda 4x50 metra fjórsund. Þeir luku keppni á nýju landsmeti 1:38,66 og lentu í 11. sæti. Sveitina skipa: Kristinn Þórarinsson syndir baksund, Viktor Máni Vilbergsson syndir bringusundið, Davíð Hildiberg Aðalsteinsson fer flugsundshlutann og Aron Örn Stefánsson syndir skriðsundið í lokin. Gamla landsmetið í greininni var 01:40,82 og var sett árið 2002 á EM25 í Riesa. Til þess að komast í úrslitariðil þurfti að synda undir 1:35,02
Jóhanna Gerða Gústafsdóttir Ægi synti 200 metra fjórsund á tímanum 2:15,78 og lenti í 24. sæti í greininni og náði ekki inn í úrslitariðil, þar sem síðasti tími inn er 2:08,84. Íslandsmet Hrafnhildar Lúthersdóttur sem sett var á ÍM25 2015 er 2:11,57.
Bryndís Rún Hansen Óðni fór 100 metra flugsund á nýju Íslandsmeti 0:59,95 og lenti í 27. sæti í greininni. Hún fer því ekki inn í milliriðla, en til þess þurfti að synda undir 0:58,20. Gamla metið greininni átti Bryndís sjálf, en það er 1:00,25 og var sett í Bergen 2011.
Aron Örn Stefánsson SH lauk við 100 metra skriðsund á tímanum 0:49,65 sem gefur honum 61. sæti í greininni. Hann kemst ekki inn í miliriðla en síðasti tími þar inn er 0:47,78. Íslandsmet Arnar Arnarsonar SH var sett á ÍM25 2007 og er 0:48,42.
Seinni grein Bryndísar Rúnar Hansen var svo 50 metra skriðsund sem hún synti á tímanum 0:25,29 og bætti þar með eigin tíma um ¾ úr sekúndu. Það gefur henni ??? sæti í greininni, þannig að hún syndir ekki í milliriðlum í kvöld. Síðasti tími inn í undanúrslit er 0:24,60. Íslandsmetið í greininni á Ragnheiður Ragnarsdóttir KR er 0:24,94 sett í Reykjavík 2010.
Viktor Máni Vilbergsson SH lýkur mótshlutanum fyrir Ísland með 50 metra bringusundi. Þar syndir hann á tímanum 0:28,41 og lendir í 53. sæti í greininni. Hann er því ekki á leið í milliriðla í kvöld þar sem síðasti tíminn í milliriðla er 0:26,77. Metið í greininni á Jakob Jóhann Sveinsson Ægi en það er 0:27,37 sett á ÍM25 2009.
Sundfólkið fær hvíld núna seinni part dags þar sem ekkert þeirra á sund í úrslitum eða undanúrslitum. Á morgun sunnudag, sem er síðasti keppnisdagurinn, er það Kristinn Þórarinsson Fjölni sem syndir 200 metra baksund, karlasveitin syndir 4x100 metra fjórsund og kvennasveitin okkar syndir 4x100 metra fjórsund. Við gerum okkur vonir um að a.m.k. kvennasveitin okkar komist í úrslitariðilinn.