Þriðji hluti á NM 2016
10.12.2016Nú er þriðja hluta NM lokið. Sundmennirnir sýndu í dag betri sund en í gær og það er gleði í hópnum.
Ísland á fjóra keppendur sem munu keppa í úrslitum seinnipartinn: Inga Elín varð fjórða inn í úrslit í 100m flugsundi, Ágúst varð fimmti inn í úrslit í 100m flugsundi, Sunneva Dögg varð fyrst inn í úrslit í 400m fjórsundi og Eydís Ósk varð áttunda inn í úrslit í 400m fjórsund ungmenna. María Fanney rétt missti af því að komast í úrslitasund en hún varð í níunda sæti. Einnig verða þrjár boðsundsveitir sem synda 4x200m skriðsund; piltasveit, stúlknasveit og kvennasveit.
Flestir voru að synda við sína bestu tíma eða að bæta sig. Karen Mist varð 18. og Ásdís Eva 19. í 50m bringusundi ungmenna. Jóhanna Elín varð 14. í 100m skriðsundi ungmenna og þær Sunneva Dögg, Inga Elín og Bryndís urðu í 13., 14. og 15. sæti fullorðinna í 100m skriðsundi.
Viktor synti 100m skriðsund og varð 17. og 100m flugsund og varð 13. í flokki ungmenna. Patrik Viggó varð í 12. sæti í 400m fjórsundi í flokki ungmenna og Katarína varð 16. í 50m baksundi í flokki ungmenna.
Til bakaÍsland á fjóra keppendur sem munu keppa í úrslitum seinnipartinn: Inga Elín varð fjórða inn í úrslit í 100m flugsundi, Ágúst varð fimmti inn í úrslit í 100m flugsundi, Sunneva Dögg varð fyrst inn í úrslit í 400m fjórsundi og Eydís Ósk varð áttunda inn í úrslit í 400m fjórsund ungmenna. María Fanney rétt missti af því að komast í úrslitasund en hún varð í níunda sæti. Einnig verða þrjár boðsundsveitir sem synda 4x200m skriðsund; piltasveit, stúlknasveit og kvennasveit.
Flestir voru að synda við sína bestu tíma eða að bæta sig. Karen Mist varð 18. og Ásdís Eva 19. í 50m bringusundi ungmenna. Jóhanna Elín varð 14. í 100m skriðsundi ungmenna og þær Sunneva Dögg, Inga Elín og Bryndís urðu í 13., 14. og 15. sæti fullorðinna í 100m skriðsundi.
Viktor synti 100m skriðsund og varð 17. og 100m flugsund og varð 13. í flokki ungmenna. Patrik Viggó varð í 12. sæti í 400m fjórsundi í flokki ungmenna og Katarína varð 16. í 50m baksundi í flokki ungmenna.