Beint á efnisyfirlit síðunnar

Sundþing 24.- 25.mars n.k.

17.02.2017

Sundþing verður haldið 24.- 25.mars n.k í Efstaleiti 7.

Fulltrúar á sundþingi

Á sundþingi eiga sæti samtals 182 fulltrúar sem skiptast þannig:
1. 25 fulltrúar héraðssambanda og íþróttabandalaga (1 frá hverju)
2. 157 fulltrúar félaga vegna iðkendafjölda (2 fulltrúar fyrir fyrstu 30 iðkendur og 1 fyrir hverja 30 eða brot úr þeirri tölu eftir það)
3. 19 fulltrúar félaga vegna keppenda (1 fulltrúi fyrir hverja 50 keppendur eða brot úr þeirri tölu)


Framkvæmdastjóri sendir félögum og héraðssamböndum/íþróttabandalögum tilkynningu um fjölda hvers aðila fyrir sig og óskar eftir nafnalista frá þessum aðilum ekki síðar en tveimur vikum fyrir sundþing. Félag þarf að hafa gert upp þjónustugjöld fyrir árið 2016 til að öðlast þátttökurétt á Sundþing.

 

 

  1.  Áætluð dagskrá Sundþings 
  1. Í samræmi við lög SSÍ

Föstudagur 24/3 kl. 17:00 – 19:00

1. Þingsetning – ávörp gesta

2. Kjör kjörbréfanefndar

3. Kjörnir þingforseti/ar og þingritari/ar

4. Tillaga um heiðursviðurkenningar SSÍ afgreidd

5. Niðurstaða kjörbréfanefndar kynnt

6. Kosning starfsnefnda þingsins

a) Fjárhagsnefnd

b) Laga- og leikreglnanefnd

c) Allsherjarnefnd

d) Aðrar nefndir, ef þörf krefur

7. Skýrsla stjórnar

8. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram

9. Umræður um skýrslu stjórnar, starfsnefnda og reikninga

10. Afgreiðsla reikninga

11. Tillögur sem lagðar eru fyrir þingið samkvæmt fundarboði - kynntar og vísað til nefnda

12. Tillaga stjórnar um fjárhæð og fyrirkomulag þjónustugjalda

               Föstudagur 24/3 kl. 19:00 – 19:30 Veitingar

               Föstudagur 24/3 kl. 19:30 – 21:30

13. Nefndastörf

               Laugardagur 25/3 kl. 08:30 – 09:00 Morgunmatur

Laugardagur 25/3 kl. 09:00 – 10:00

    13. Nefndastörfum haldið áfram eftir þörfum

Laugardagur 25/3 kl. 10:00 – 12:00

14. Fjárhagsáætlun – afgreiðsla

15. Afgreiðsla lagabreytingatillagna

16. Afgreiðsla annarra tillagna frá starfsnefndum

               Laugardagur 25/3 kl.12:00 – 13:00 Hátíðarhádegisverður, heiðursviðurkenningar afhentar

               Laugardagur 25/3 kl. 13:00 – 14:00

17. Kosningar

a) Kosning formanns til fjögurra ára á næsta sundþingi eftir Ólympíuleika

b) Kosning fjögurra stjórnarmanna á sundþingum sem haldin eru á oddatöluári til fjögurra ára

c) Kosning tveggja varamanna til næsta sundþings

d) Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga til næsta sundþings

               Laugardagur 25/3 kl. 14:00 – 15:00

18. Önnur mál

19. Þingslit kl. 15:00

Til baka