Beint á efnisyfirlit síðunnar

Af gefnu tilefni

21.02.2017

Af gefnu tilefni er rétt að upplýsa að stjórn SSÍ barst kvörtun vegna atvika sem áttu sér stað á Gullmóti KR.  Þessi kvörtun er í eðlilegu ferli, annars vegar í Aga- og siðanefnd SSÍ sem fer yfir málið í heild sinni og hins vegar Dómaranefnd SSÍ sem fer yfir þau atriði sem að dómgæslu á mótum snýr.  Þegar þessar tvær nefndir hafa komist að niðurstöðu er hún kynnt stjórn SSÍ ásamt tillögum um úrbætur og annað það sem við á.

Öll umræða um að SSÍ hafi þegar sett, eða hafi í hyggju að setja, keppnisbann á einstaklinga og/eða einstök félög eða beita annars konar refsingum, af þessu tilefni, er úr lausu lofti gripin.

Til baka