Beint á efnisyfirlit síðunnar

62. sundþingi lokið

25.03.2017

Í dag lauk 62. sundþingi Sundsamband Íslands. Þingstörf gengu vel, mikill einhugur var í þingfulltrúum við afgreiðslu tillaga og ljóst að allir voru þar mættir með hag sundhreyfingarinnar í fyrirrúmi. 

Á sundþingi fer fram kosning til stjórnar en ný stjórn sem tekur til starfa skipast af eftirtöldum einstaklingum:

Hörður J. Oddfríðarson, formaður (ÍBR)
Björn Sigurðsson (ÍBH)
Hilmar Örn Jónasson (ÍRB)
Jón Hjaltason (ÍBR)
Jóna Margrét Ólafsdóttir (UMSK)
Bjarney Guðbjörnsdóttir (ÍA)
Elsa María Guðmundsdóttir (ÍBA)
Hrafnhildur Lúthersdóttir (ÍBH)
Margrét Gauja Magnúsdóttir (ÍBH)

Varamenn:
Eva Hannesdóttir (ÍBR)
Helga Sigurðardóttir (ÍBR)

Félagslegir skoðunarmenn reikninga

Júlíus Guðnason ÍA

Loa Birna Birgisdóttir ÍBR

Við munum birta fréttir af samþykktum þingsins samhliða vinnslu þinggerðar.

Á mynd með fréttinni eru þau Hörður J. Oddfriðarson formaður,  Bjarney Guðbjörnsdóttir, Jón Hjaltason, Lóa Birna Birgisdóttir skoðunarmaður reikninga, Hilmar Örn Jónasson, Elsa María Guðmundsdóttir, Björn Sigurðsson og Hrafnhildur Lúthersdóttir. 

Á hinni myndinni er Hafsteinn Pálsson úr framkvæmdastjórn ÍSÍ að ávarpa þingið fyrir hönd ÍSÍ.

Myndir með frétt

Til baka