Beint á efnisyfirlit síðunnar

Átta sæmdir gullmerki SSÍ

26.03.2017

Átta einstaklingar voru sæmdir gullmerki SSÍ á nýliðnu Sundþingi. Það voru þau: 

  • Hlín Ástþórsdóttir varaformaður fyrir farsæla 16 ára stjórnarsetu í SSÍ og óeigingjörn störf í þágu sundíþrótta á Íslandi
  • Jacky Jean Pellerin landsliðsþjálfari og þjálfari Sundfélagsins Ægis, fyrir gott og óeigingjarnt starf í þágu sundhreyfingarinnar á Íslandi og góðan árangur sundfólks undir hans stjórn á Ólympíuleikum, heimsmeistara- og Evrópumeistaramótum
  • Klaus Jürgen-Ohk þjálfari SH fyrir góð störf í þágu sundhreyfingarinnar á Íslandi og góðan árangur sundfólks undir hans stjórn á Ólympíuleikum, heimsmeistara- og Evrópumeistaramótum
  • Steindór Gunnarsson fyrrverandi landsliðsþjálfari fyrir að vera óþreytandi í starfi sínu fyrir sund á Íslandi og alltaf tilbúinn til aðstoðar
  • Málfríður Sigurhansdóttir fyrir undirbúning og stjórn sundliðsins á Smáþjóðaleikum á Íslandi 2015 og góð störf í þágu sundhreyfingarinnar á Íslandi
  • Unnur Sædís Jónsdóttir sjúkraþjálfari fyrir undirbúning og stjórn sundliðsins á Smáþjóðaleikum á Íslandi 2015 og á Ólympíuleikum, heims- og Evrópumótum
  • Karl Georg Klein og
  • Trausti Gylfason fyrir faglega mótstjórn á Smáþjóðaleikum á Íslandi 2015 og störf í þágu sundíþróttarinnar á Íslandi 
Jacky Pellerin gat því miður ekki verið viðstaddur afhendinguna, en mun fá merkið afhent á afmælishófi Sundfélagsins Ægis í byrjun maí, en á myndinni eru frá vinstri talin; Trausti Gylfason, Karl Georg Klein, Unnur Sædís Jónsdóttir, Málfríður Sigurhansdóttir, Steindór Gunnarsson, Klaus Jürgen-Ohk, Hlín Ástþórsdóttir, Hrafnkell Marinósson formaður ÍBH og greinastjóri í sundi á Smáþjóðaleikum 2015, Elsa María Guðmundsdóttir stjórnarmaður í SSI og Hörður J. Oddfríðarson formaður SSÍ, en þrjú þau síðasttöldu sáu um afhendinguna.  Þess má geta að Hrafnkell Marinósson var sæmdur gullmerki SSí á afmælisþingi ÍBH 2015 fyrir störf sín vegna Smáþjóðaleika 2015 og langt og óeigingjarnt starf fyrir sund á Íslandi.  Hann sagði við afhendinguna í gær að svona viðurkenning væri þakklæti fyrir vel unnin störf, en einnig hvatning til að halda áfram. 
Til baka