Beint á efnisyfirlit síðunnar

Guðmundur Þorbjörn Harðarson heiðursfélagi í SSÍ

26.03.2017

Sundþing samþykkti nú um helgina að Guðmundur Þorbjörn Harðarson yrði gerður að heiðursfélaga í Sundsambandi Íslands.  Áður hafa Ásgeir Ásgeirsson forseti Íslands og Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands verið útnefndir heiðursfélagar Sundsambands Íslands.

Þennan heiður hlýtur Guðmundur fyrir ævilanga hollustu við sundíþróttina og margháttuð störf í sundhreyfingunni, samfleytt frá 9 ára aldri.  Þar sem Guðmundur var staddur í San Marínó við störf á vegum ÍSÍ við undirbúning Smáþjóðaleika, ákvað þingið að hann fengi viðurkenninguna afhenta á 90 ára afmælishófi Sundfélagsins Ægis í byrjun maí, en Ægir er það félag sem Guðmundur gekk í 9 ára gamall.

Til baka