Hlín Ástþórsdóttir sæmd gullmerki ÍSÍ
26.03.2017Hlín Ástþórsdóttir fráfaranandi varaformaður SSÍ var sæmd gullmerki ÍSÍ á nýliðnu sundþingi. Það var Hafsteinn Pálsson úr framkvæmdastjórn ÍSÍ sem færði Hlín þennan heiður. Hlín er vel að merkinu komin enda búin að vinna íþróttahreyfingunni gott starf á undanförnum áratugum, sem foreldri, sem starfsmaður SSÍ og sem stjórnarmaður í 16 ár þar af síðustu 11 ár sem varaformaður.
Til baka