Nýr styrktarsamningur Icepharma við SSÍ
26.03.2017
Á sundþingi nú um helgina skrifuðu SSÍ og Icepharma undir nýjan styrktarsamning, sem á að gilda í 4 ár.
Þessi samningur gerir SSÍ kleift að klæða landslið sín á samræmdari hátt en áður og mun skila sér með góðum hætti í starf sambandsins.
Á myndunum eru þau Dögg Ívarsdóttir frá Icepharma og Hörður J. Oddfriðarson formaður SSÍ að skrifa undir samninginn.