Eitt meyjamet á fyrsta degi ÍM50
08.04.2017
Íslandsmeistaramótið í 50m laug hófst í gær í Laugardalslaug. Undanrásir voru syntar um morguninn og seinnipartinn fóru svo fram úrslit. Þær greinar sem syntar voru í gær voru 50m skriðsund, 400m skriðsund, 100m bringusund, 200m baksund, 100m flugsund, 4x50m blandað fjórsund og 4x200m skriðsund.
Eitt meyjamet var sett en það var Eva Margrét Falsdóttir úr ÍRB sem bætti eigið met í 100m bringusundi en hún synti á 1:22,89 og bætti þar metið um 4/100 úr sekúndu.
Öll úrslit mótsins má sjá hér en þau uppfærast allajafna um leið og greinarnar klárast.
Nú fara fram undanrásir greina 14-25 og svo byrja úrslitin seinnipartinn kl. 17:30.
Úrslitin fóru fram í beinni útsendingu á RÚV og þökkum við þeim fyrir mjög gott samstarf.