Beint á efnisyfirlit síðunnar

Vilt þú vera með og þróa sundið á Skaganum?

28.04.2017

Vilt þú vera með og þróa sundið á Skaganum?

Sundfélag Akraness auglýsir eftir tveimur sundþjálfurum til starfa fyrir félagið. Annar yrði í 80-100% starfi fyrir yngri hópa félagsins en hinn í minna starfshlutfalli og tæki að sér einstök verkefni eða hópa fyrir félagið.

Starfslýsing fyrir þjálfara í 80-100% starfi er m.a.

- Þjálfun og skipulagning æfinga

- Umsjón með yngri hópum félagsins i samvinnu við yfirþjálfara

- Samskipti við foreldra, stjórn og aðra þjálfara

- Fylgd og utanumhald á sundmótum

- Þátttaka í uppbyggingu félagsins


Starfslýsing fyrir þjálfara sem tekur að sér einstök verkefni eða hópa

- Almenn þjálfun

- Samskipti við foreldra og þjálfara

- Fylgd og utanumhald á sundmótum


Nú á vordögum voru sundmenn innan Sundfélags Akraness 292, þar af 112 í sundskóla sundfélagsins, 80 í yngri sundhópum og 58 iðkendur á ýmsum aldri sem keppa fyrir hönd félagsins. Sundfélagið hefur afnot af tveimur sundlaugum á Akranesi, Bjarnalaug sem er 12,5 metra löng og er fyrir yngri hópana en eldri hóparnir æfa í Jaðarsbakkalaug sem er 25 metra löng.

Við leitum eftir faglegum einstaklingi sem er tilbúin að vinna með okkur í uppbyggilegu starfi á Akranesi. Viðkomandi þarf að geta hafið störf í september 2017.

Reynsla af sundþjálfun og/eða menntun í íþróttafræðum er kostur.

Umsóknir/upplýsingar

Umsóknafrestur er til 20. júní n.k. Frekari upplýsingar fást hjá yfirþjálfara félagsins, Kjell Wormdal í síma 846-8292 eða á netfanginu kjell@sundfelag.com.

Umsóknir sendast á kjell@sundfelag.com

Til baka