Beint á efnisyfirlit síðunnar

Ægir Íslandsmeistarar garpa 2017!

06.05.2017

Íslandsmóti garpa lauk nú rétt í þessu í Ásvallalaug eftir eitt mest spennandi mót síðustu ára. Lengi munaði innan við 100 stigum á efstu tveimur liðunum en Ægiringar sigruðu á endanum með 2220 stig og SH, sem veittu harða samkeppni, kom í öðru með 2004 stig. Breiðablik varð þriðja með 950 stig.

Sundsamband Íslands þakkar öllum sem að mótinu komu og óskar Sundfélaginu Ægi til hamingju með bikarinn en þetta var fyrsti bikar félagsins á Íslandsmóti garpa.

Heildarúrslit mótsins í .lxf og .pdf eru hér að neðan ásamt stigastöðu félaga.

IMOC2017_results.lxf (splash)

IMOC_results.pdf

Stigastaða félaga

Myndir frá helginni munu birtast á Facebooksíðu Sundsambandsins um leið og þegar tækifæri gefst

Myndir með frétt

Til baka