Beint á efnisyfirlit síðunnar

Guðmundur Þorbjörn Harðarson sæmdur Heiðurskrossi ÍSÍ

06.05.2017

Guðmundur Harðarson var í dag sæmdur Heiðurskrossi ÍSÍ  á Íþróttaþingi. Varaforseti ÍSÍ sagði eftirfarandi um Guðmund:

Guðmundur Þorbjörn Harðarson er fæddur í Reykjavík 10. febrúar 1946. Gekk í Austurbæjarskólann og hóf þá strax sundæfingar 6 ára gamall; fór í Íþróttakennaraskólann á Laugarvatni og útskrifaðist þaðan 1965. Hélt áfram sundæfingum, setti  fjölda drengja-, unglinga- og Íslandsmeta í sundi. Hann hóf snemma að huga að þjálfun meðan hann var á Laugarvatni. Byrjaði  þar að safna efni og leiðbeiningum  fyrir sig og sem hann deildi með öðru afrekssundfólki.  

Hugur hans beindist strax að frekara námi  og sundþjálfun í Bandaríkjunum.  Fór hann 1973 með fjölskylduna til Alabama þar sem hann sótti framhaldsnám við University of Alabama í Tuscaloosa. Stundaði hann jafnframt sundæfingar og sundþjálfun; varð hann síðar jafnframt þjálfari með sundliði skólans, sem var eitt hið sterkasta í BNA á þessum tíma.  Hann var í mörg ár aðalþjálfari Sundfélagsins Ægis og bjó einnig síðar um tíma í Randers í Danmörku og  var aðalþjálfari sundliðsins þar.

Guðmundur var landsliðsþjálfari Sundsambandsins  upp úr 1970 - 1980, m.a., á Ólympíuleikunum í München 1972 og svo aftur fyrir og á Ólympíuleikunum í Seúl 1988.

Guðmundur hefur verið helsti tæknimaður Íslands á sviði sundsins og íþróttanna frá því hann kom frá námi í BNA. Hefur hann átt sæti í tækninefnd LEN, Sundsambands Evrópu allt þar til á síðasta ári. Hann hefur stuðlað að helstu framförum á svið reksturs sundlauga enda fyrrum forstöðumaður tveggja stórra sundstaða; hann hefur einnig látið málefni sundsins innan ÍSÍ til sín taka; setið í stjórn Afrekssjóðs ÍSÍ frá upphafi.

Hægt er að fullyrða að Guðmundur Þorbjörn Harðarson hefur afkastað miklu verki í þágu íþróttanna á Íslandi, svo ekki sé minnst á það verk sem hann hefur unnið fyrir sundíþróttina. 

Myndir með frétt

Til baka