Ársþingi LEN 2017 lokið
13.05.2017
Nú um helgina fór fram ársþing Evrópska sundambandsins, LEN, í Marseille í Frakklandi.
Líkt og áður hittust meðlimir Norræna sundsambandsins, NSF, á fundi fyrir þingið til að stilla saman strengi og læra af hvort öðru. Þá var einnig farið yfir lokaundirbúning fyrir ársþing og stjórnarfund NSF sem verður í Kaupmannahöfn næstu helgi.
Hörður J. Oddfríðarson formaður SSÍ og forseti NSF, Jacky Pellerin landsliðsþjálfari og Emil Örn Harðarson mótastjóri SSÍ og framkvæmdastjóri NSF sóttu þingið og fundina fyrir hönd Íslands.