Góð helgi á Djúpavogi
16.05.2017
Hrafnhildur Lúthersdóttir og Aron Örn Stefánsson sóttu heim Djúpavog um helgina og voru með fræðslu á Sundakademíunni. Gestirnir náðu góðu sambandi við sundfólkið sem mætti, en Sundakademían er sótt af sundfólki af öllu Austurlandi. Þau Hrafnhildur og Aron Örn eru góðar fyrirmyndir og samkvæmt fréttum að austan finna félögin þar strax fyrir aukningu í sundi eftir þessa velheppnuðu heimsókn.
Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd mættu tæplega sextíu sundkrakkar á Sundakademíuna og mikil gleði sem ríkti í hópnum.