Sjö sundmedalíur á fyrsta degi Smáþjóðaleika
Smáþjóðaleikarnir hófust í morgun í San Marínó. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum og annarsstaðar var ferðalagið alls ekki auðvelt og fyrstu keppendur áttu að synda einungis 7 tímum eftir að hafa mætt á keppnisstað. Þetta hefur þó ekki haft of mikil áhrif á okkar frábæra sundfólk því uppskeran var góð í dag.
Eygló Ósk Gústafsdóttir sigraði 200m baksund á tímanum 2:17,30 og Íris Ósk endaði áttunda á tímanum 2:30, 99.
Davíð Hildiberg Aðalsteinsson fékk brons í 200m baksundi með tímann 2:09,76 og Kristinn Þórarinsson endaði fjórði á tímanum 2:11,49
Í 200m flugsundi hreppti Bryndís Bolladóttir bronsið á tímanum 2:23,80 en Inga Elín Cryer varð fjórða á tímanum 2:24,95.
Þröstur Bjarnason varð þriðji í 200m flugsundi karla á tímanum 2:12.51 og Hafþór Jón Sigurðsson varð fjórði á 2:19,48. Bæting um 34/100 úr sek hjá Hafþóri. Þröstur bætti tímann sinn um 1,46 sek.
Bryndís Rún Hansen náði svo öðru gulli fyrir íslenska hópinn þegar hún sigraði 100m skriðsund á tímanum 57,11 sek, einungis 16/100 úr sekúndu á undan Juliu Hassler frá Liechtenstein, sem hafnaði í öðru sæti. Eygló Ósk Gústafsdóttir synti á 58,02 sek og endaði í fjórða sæti.
Aron Örn Stefánsson synti 100m skriðsund á tímanum 52,22 sek og endaði í 6. sæti.
Hrafnhildur Lúthersdóttir sigraði svo 200m fjórsund á tímanum 2:17,82 og Sunneva Dögg Robertson synti á 2:26,34, sem dugði henni í 5. sæti. Bæting um 26/100 úr sek hjá Sunnevu.
Síðasta sund dagsins var 200m fjórsund karla og þar hreppti bronsið Viktor Máni Vilbergsson með tímann 2:14,31 en Kristinn Þórarinsson náði inn í úrslit en synti ekki.
Keppni heldur áfram á morgun en nú nær sundfólkið okkar vonandi langþráðri hvíld eftir ferðlagið og kemur enn sterkara til leiks á morgun.
Á morgun er:
100m baksund kvenna - Eygló Ósk og Íris Ósk
100m baksund karla - Kristinn og Davíð Hildiberg
400m skriðsund kvenna - Sunneva Dögg og Bryndís Bolladóttir
400m skriðsund karla - Þröstur og Hafþór Jón
100m flugsund kvenna - Bryndís Rún og Inga Elín
100m flugsund karla - Ágúst Júlíusson og Davíð Hildiberg
200m bringusund kvenna - Hrafnhildur og Karen Mist Arngeirsdóttir
200m bringusund karla - Viktor Máni
4x200m skriðsund kvenna og 4x200m skriðsund karla þar sem Ísland á sitthvora sveitina.