Beint á efnisyfirlit síðunnar

Átta medalíur á öðrum degi í San Marínó

31.05.2017

Hér er samantekt eftir annan dag á Smáþjóðaleikunum í San Marínó.  

Eygló Ósk Gústafsdóttir hóf úrslitahlutann líkt og í gær og sigraði 100m baksund á tímanum 1:01,67 - rúmlega 2,5 sek á undan öðru sætinu.

Karlamegin synti Davíð Hildiberg Aðalsteinsson á tímanum 57,50 sek og endaði í þriðja sæti. Kristinn Þórarinsson synti sama sund á tímanum 58,56 sek sem dugði honum í 6. sæti.

 Sunneva Dögg Robertson og Bryndís Bolladóttir syntu 400m skriðsund og höfnuðu í fimmta og sjötta sæti. Sunneva var á undan á 4:27,66 og Bryndís þar rétt á eftir á 4:30,88.

í 400m skriðsundi karla synti Þröstur Bjarnason á tímanum 4:08,00 og endaði í 5. sæti. Hafþór Jón Sigurðsson synti á 4:10, 79 og tók sjöunda sætið.

Bryndís Rún Hansen vann gullverðlaun í 100m flugsundi kvenna með tímann 1:01,57. Inga Elín Cryer náði fimmta sætinu á tímanum 1:03,94.

Ágúst Júlíusson fékk brons karlamegin en hann synti á tímanum 55,67.

Hrafnhildur Lúthersdóttir sigraði því næst 200m bringusund en hún synti á 2:28,89. Karen Mist Arngeirsdóttir endaði fimmta á tímanum 2:39,39 og náði lágmarki á Evrópumeistaramót Unglinga í þokkabót.

Í 200m bringusundi karla fékk Viktor Máni Vilbergsson bronsverðlaun en hann synti á tímanum 2:17,21 en hann var einungis 1/100 úr sekúndu frá silfrinu.

 Þá var komið að fyrstu boðsundum keppninnar. Kvennasveitin synti 4x200m skriðsund á 8:21,13 og hreppti gullverðlaunin. Sveitina skipuðu þær Hrafnhildur, Eygló Ósk, Sunneva Dögg og Bryndís Rún.

í 1x400m skriðsundi karla syntu þeir Davíð Hildiberg, Aron Örn, Kristófer og Þröstur fyrir íslenska liðið. Þeir syntu á 7:46,34 sem skilaði þeim silfri og þar með 8. verðlaunum íslenska hópsins í dag.

Til hamingju með flott sund í dag og allar medalíurnar. Á morgun verður svo eftirfarandi dagskrá:

 100m bringusund kvenna - Hrafnhildur og Karen Mist
100m bringusund karla - Viktor Máni og Kristinn
200m skriðsund kvenna - Eygló Ósk og Sunneva Dögg
200m skriðsund karla - Kristófer og Þröstur
50m skriðsund kvenna - Bryndís Rún og Bryndís Bolladóttir
50m skriðsund karla - Aron Örn og Kristófer
4x100m fjórsund karla og kvenna og er ein íslensk sveit í hvorri grein.

 Fleiri myndir verða settar á Facebooksíðu Sundsambandins

Myndir með frétt

Til baka