Beint á efnisyfirlit síðunnar

Þriðji dagur á Smáþjóðaleikum

01.06.2017

Nú fyrr í dag kláraðist næstsíðasti úrslitahluti Smáþjóðaleikanna í San Marino. Samatekt á árangri íslenska sundfólksins má lesa hér að neðan.

Bryndís Rún Hansen byrjaði vel en hún sigraði 50m skriðsund á tímanum 26,22 sek og var 12/100 á undan Kalia Antoniou frá Kýpur sem varð önnur.

Aron Örn Stefánsson synti einnig 50m skriðsund en hann endaði fjórði á tímanum 23,68 sek, 32/100 úr sekúndu frá verðlaunasæti.

Hrafnhildur Lúthersdóttir sigraði því næst 100m bringusund á 1:08,84 og Karen Mist Arngeirsdóttir varð fjórða á tímanum 1:14,51.

Viktor Máni fékk silfur í 100m bringusundi karla með tímann 1:03,73 og Kristinn Þórarinsson endaði fimmti á tímanum 1:06,68.

Því næst var keppt í 200m skriðsundi kvenna. Eygló Ósk Gústafsdóttir fékk brons þar með tímann 2:04,24 og Sunneva Dögg Robertson endaði sjötta á tímanum 2:08,13.

Karlamegin syntu þeir Kristófer Sigurðsson og Þröstur til úrslita. Kristófer fór á 1:55,83 og endaði fimmti. Þröstur var einungis 12/100 úr sekúndu á eftir honum og endaði sjötti.

Kvennasveitin okkar synti svo 4x100m fjórsund en í henni voru þær Eygló Ósk, Hrafnhildur, Inga Elín Cryer og Bryndís Rún. Þær sigruðu greinina á tímanum 4:10,50. 

Karlasveitin lenti fékk silfur í boðsundinu en þeir syntu á nýju landsmeti, 3:47,67. Sveitina skipuðu þeir Davíð Hildiberg Aðalsteinsson, Viktor Máni, Ágúst Júlíusson og Aron Örn. Gamla metið var 3:48,01, sett í Mónakó fyrir 10 árum síðan.

 

Síðasti dagur sundsins er á morgun en dagskráin er svona:

400m fjórsund kvenna - Hrafnhildur og Sunneva Dögg
800m skriðsund kvenna - Bryndís Bolladóttir og Inga Elín
1500m skriðsund karla - Þröstur og Hafþór Jón Sigurðsson
4x100m skriðsund karla og kvenna þar sem Ísland á eina sveit í hvorri grein.

Til baka