Beint á efnisyfirlit síðunnar

EMU 2017 í Netanya í Ísrael

28.06.2017

EMU 2017 var sett í dag í Netanya í Ísrael.  

Katarína Róbertsdóttir mun keppa fyrir Íslands hönd að þessu sinni en einnig hafði Karen Mist Arngeirsdóttir náð lágmörkum á mótið en forfallaðist nú á dögunum og getur því miður ekki tekið þátt í mótinu.

Katarína mun synda 50m baksund á föstudag og 100m baksund á laugardaginn. Með í för eru  Ragnheiður Runólfsdóttir þjálfari og Sólrún Gunnarsdóttir fararstjóri.

Það verður gaman að fylgjast með Katarínu næstu daga.

Hægt er að fylgjast með mótinu hér : http://www.isr2017ec.org/Competition.aspx

 

 

Myndir með frétt

Til baka