Íslandsmótið í víðavatnssundi - Skráning
Íslandsmótið í víðavatnssundi verður haldið í Nauthólsvík miðvikudaginn 26. júlí. Mótið er haldið af Coldwater á Íslandi í samstarfi við Sundsamband Íslands og Securitas.
Fyrirkomulag keppni er óbreytt frá því í fyrra. Keppt er í 1 km, 3 km og 5 km sundum. Lengdarflokkar skiptast svo niður í karla og kvennaflokka. Sérflokkar eru fyrir keppendur í sérstökum búningum. Hröðustu einstaklingarnir án galla í 3 km sundinu hljóta sérstök verðlaun og titilinn Sjósundskóngur og Sjósundsdrotting Íslands 2017.
Verð í netskráningu:
1 km 2000 kr
3 km 3000 kr
5 km 3500 kr
Skráning á staðnum, til kl 17:30:
1 km 2500 kr
3 km 3500 kr
5 km 4000 kr
Dagskrá:
kl 17:50: Start í 5 km
kl 18:40: Start í 3 km
kl 19:10: Start í 1 km
Þátttaka í keppninni er á ábyrgð keppanda og meðan á keppni stendur eða meðan keppandi er á keppnissvæðinu skulu þeir ávallt að hlýða ábendingum og fyrirmælum starfsmanna Hins Íslenska Kaldavatnsfélags eða dómara sem eru á vegum SSÍ,. Starfsmenn mótsins verða ávallt merktir. Á staðnum verða öryggisbátar, kajakar, brautargæsla og læknir.