Bryndís náði góðum árangri í 100m skriðsundi
Bryndís Rún Hansen synti 100m. skriðsund á 0:56,11mín. og varð í 30 sæti af 79 keppendum.
Bryndís var skráð inn með 37. besta tímann og endar 30. sæti.
Besti tími Bryndísar er 55,98mín. frá því á Smáþjóðaleikum 2015.
Íslandsmetið á Ragnheiður Ragnarsdóttir 0:55,66mín. sett í Reykjanesbæ 2009.
Synda þurfti á hraðar en 0:54,49mín. til að komast í undanúrslit.
Synda þarf umsund (Swim off) um síðasta sætið í undanúrslitunum því tvær stúlkur syntu á 0:54,49mín.
Danskt met hjá Pernille Blume (Ólympíumeistara í 50m. Skriðsundi)
Það er 3 skandinvískar stúlkur í undanúrslitum. Sarah Sjöström svíþjóð er 1. inn í úrslit 0:53,01mín og Pernille Blume frá Danmörku er 2. inn í úrslit á nýju. dönsku meti 0:53,13. Og Michelle Coleman Svíþjóð er 13.
Sarah Sjöström á heimsmetið í greininni, en hún setti það í fyrsta spretti í 4x100 metra skriðsundi síðast liðinn mánudag þegar hún synti hér á HM í Búdapest á 0:51,71.