Þrjár sundkonur á HM50
27.07.2017Þrjár af okkar frábæru sundkonum taka nú þátt í HM50 í Búdapest. Þær standa sig alveg súper vel og nú þegar eitt Íslandsmet fallið en Ingibjörg Kristín setti met í 50m baksundi í gær. Bryndís Rún keppir í 50m flugsundi á morgun föstudag og á laugardaginn keppir Hrafnhildur í 50m bringusundi og Ingibjörg Kristín í 50m skriðsundi. SSÍ hefur fengið frábærar myndir frá einum vini okkar, Simone Castrovillari, sem staddur er í Búdapest og langar okkur að leyfa ykkur að njóta þeirra líka!