Frábært sund hjá Hrafnhildi
29.07.2017
Frábært sund hjá Hrafnhildi!!
Hrafnhildur Lúthersdóttir synti 50m. bringusund á 30,88sek og varð 11. inn í undaanúrslit af 52keppendum.
Hrafnhildur var aðeins 5/100 úr sek. frá íslandsmeti sínu.
Synda þurfti á 31,22sek til að komast í undanúrslit.
Íslandsmet Hrafnhildar er 30,83sek. sem dugði henni til silfurs á EM50 í London 2016.
Hún syndir aftur í kvöld í milliriðlum kl. 15:56 að íslenskum tíma.