Ingibjörg Kristín hefur lokið keppni á HM50
29.07.2017
Til bakaIngibjörg Kristín Jónsdóttir synti 50m. skriðsund á 26,24sek og varð í 41. sæti af 87 keppendum.
Ingibjörg var skráð inn á mótið með 39. besta tímann.
Besti tími Ingibjargar er 25,72sek. frá því á ÍM50 í apríl 2017.
Synda þurfti á 25,04 til að komast í undanúrslit.
Íslandsmetið 25,24sek. á Sarah Blake Bateman frá því í mars 2012.