Fjögur garpamet í Búdapest
Garparnir okkar þrír sem kepptu á Heimsmeistaramóti garpa í Búdapest dagana 14-20. ágúst stóðu sig vel og settu samtals fjögur garpamet í 50m laug.
Guðmunda Ólöf Jónasdóttir, UMSB setti met í flokki 65-69 ára í 50m skriðsundi en hún synti á 43,40 sek og bætti þar eigið met um tæplega sekúndu en hún synti á 44,24 í London í maí í fyrra.
Hildur Karen Aðalsteinsdóttir, ÍA setti met í flokki 45-49 ára í 100m skriðsundi en hún synti á 1:16,72. Gamla metið var 1:21,86 og sett á Norðurlandameistaramóti garpa í Reykjavík árið 2013.
Jónas Pétur Aðalsteinsson, Ægi, setti svo tvö met í sama sundinu. Jónas synti 100m bringusund á tímanum 1:27,98 með millitímann 39,98. Metin setti hann í flokki 50-54 ára. Fyrra metið í 100m bringusundi í þessum flokki var 1:45,17 frá mars 2013 og í 50m bringusundi 1:38,80 frá því í október 2013.