Beint á efnisyfirlit síðunnar

Bikar 2017 - Tímaáætlun komin

22.09.2017

Bikarkeppni SSÍ fer fram í Reykjanesbæ í samvinnu við Íþróttabandalag Reykjanesbæjar dagana 29-30. september.

Tímaáætlun og staðfest greinaröðun hefur verið birt og má sjá hana á bikarsíðunni.

Í fyrstu deild eru ÍA, ÍBR, ÍRB, SH, UMSK og Ægir skráð til leiks í bæði karla og kvennaflokki og þá munu b-lið ÍBR og SH og B-kvennalið ÍRB etja kappi í annarri deild. Önnur deild verður synt í sömu hlutum og sú fyrsta og mótið því einungis þrír hlutar.

Íþróttabandalag Reykjanesbæjar varð Bikarmeistari í báðum flokkum í fyrra og ætla sér að sjálfsögðu að halda bikurunum suðurfrá.

Starfsmenn aðrir en dómarar eru vinsamlegast beðnir um að skrá sig með því að senda póst á emil@iceswim.is. Dómarar skrá sig með því að senda póst á skraningssimot@gmail.com.

Myndir með frétt

Til baka