Bikar hefst á morgun - Nákvæm tímaáætlun
28.09.2017
Til bakaBikarkeppni SSÍ hefst á morgun kl. 19:00 í Reykjanesbæ.
Allar skráningar eru nú komnar inn og hefur nákvæm tímaáætlun mótsins verið birt á Bikarsíðunni.
Foreldrar og aðrir aðstandendur eru hvattir til að skoða starfsmannaskjalið og skrá sig til starfa í þær stöður sem eru enn lausar.
Mótið er blaðlaust og verða engir keppendalistar gefnir út. Þjálfarar fá einungis lista yfir sína keppendur og fá keppendur að vita riðil og braut í keppendaherbergi/riðlaherbergi.
Sjáumst hress og kát í Vatnaveröld á föstudagskvöldið og góða skemmtun.