Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fréttir af Þresti og Írisi Ósk í USA

11.10.2017

Þröstur Bjarnason og Íris Ósk Hilmarsdóttir, sundfólk úr ÍRB, stunda nú nám og æfingar við McKendree háskólann í Illinois í Bandaríkjunum. Þau kepptu á háskólamóti í Louisville í Kentucky fylki um helgina en þetta er fyrsta mótið þeirra úti. Þetta kemur fram á Facebook síðu Sundráðs ÍRB.

McKendree háskólinn sigraði mótið en Þröstur vann bæði 500 og 1000 yarda skriðsund og varð fjórði í 200y skriðsundi. Hann lenti einnig í þriðja sæti með B-sveit skólans í 4x200y skriðsundi. Hann átti stigahæsta sund mótsins og einnig þriðja besta sundið.

Íris Ósk synti 100y baksund og varð sjöunda og í 200y baksundi hafnaði hún í því fimmta.

Nánar um mótið

Myndir með frétt

Til baka