Það vantar starfsmenn á ÍM25 2017
Nú eru 2 sólarhringar í ÍM25 og starfsmannastaðan mjög léleg. Af gefnu tilefni verðum við að minna á 9. grein Almennra ákvæða laga SSÍ:
„9. grein - Skyldur þátttökuliða á SSÍ-mótum
[...]skulu félög skila lista um starfsmenn samhliða skráningu keppenda. Sú almenna regla skal gilda að félög skili að lágmarki einum starfsmanni fyrir hverjar 10 skráningar og þau félög sem starfa innan 120 km fjarlægðar frá mótsstað skulu skila tvöföldum fjölda starfsmanna á við þau félög sem lengra eiga að. Stjórn SSÍ hefur heimild til að beita félögum viðurlögum t.d. fésektum og/eða vísa þeim frá keppni láti þau undir höfuð leggjast að skila tilskyldum fjölda starfsmanna. Skal stjórn SSÍ beita félög viðurlögum ef um ítrekuð brot á þessari reglu er að ræða.“
Við VERÐUM að fá fleiri sjálfboðaliða til starfa og vantar:
Dómara alla hluta
Tæknifólk alla hluta
Þul 1,2 og 4 hluta
Riðlastjóra 1,2 og 6 hluta
Hlaupara 1 og 2. hluta
Ljósmyndara alla hluta
Hjúkrunarfræðing/lækni alla hluta
Starfsmannaskjalið sem fylgir með er ekki að fullu uppfært að þessum tímapunkti en það vantar í þær stöður sem listaðar eru að ofan.
Leggjumst á eitt að gera mótið sem best en það tekst ekki nema hafa góða mönnun.